top of page

Myndatökur við allra hæfi

Sólveig Þórðardóttir

Ljósmyndari

Nýmynd býður viðskiptavinum fjölbreytta þjónustu, myndatökur á stofu eða utan stofu. Brúðarmyndatökur, fjölskyldumyndatökur, barnamyndatökur, fermingarmyndatökur, módelmyndatökur, passamyndatökur ásamt eftirtökum af gömlum myndum. Jafnframt er að sjálfsögðu boðið upp á ýmsa möguleika í stækkunum og römmum fyrir myndir.

 

Kjörorð Nýmyndar er "Myndatökur við allra hæfi". Er þar átt við að boðið er upp á fjölbreytta ljósmyndaþjónustu, þar sem flestir ættu að geta fengið þjónustu og myndatökur við sitt hæfi.

 

Ljósmyndastofan Nýmynd sf. var stofnuð þann 11. nóvember 1982 af Sólveigu Þórðardóttur ljósmyndara og eiginmanni hennar Guðmundi R. J. Guðmundssyni.

 

Nýmynd var fyrst til húsa að Hafnargötu 26 (Ásbergshúsi) í Keflavík, þar til árið 1986 að starfsemin var flutt að Hafnargötu 90 í Reykjanesbæ. Þann 1. janúar 2004 flutti Nýmynd í eigið húsnæði að Iðavöllum 7a í Reykjanesbæ. Rekstrarformi félagsins var breytt 1. janúar 2002 í einkahlutaféalg (ehf). Hefur félagið því verið rekið samfellt í 38 ár ( 11/11/2020 ).

bottom of page